Mánudaginn 23-Júlí-2018 varð lítil jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessa stundina er svona jarðskjálftavirkni algeng í Öræfajökli. Í hverri viku verða núna frá 100 til 200 jarðskjálftar í Öræfajökli. Flestir af þeim jarðskjálftum sem verða eru minni en 1,0 að stærð.
Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn hingað til í þessari viku var með stærðina 1,2 og var á 4,9 km dýpi. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð. Þegar jarðskjálftahrina verður í Öræfajökli þá er það vegna þess að kvika er að troða sér inn í eldstöðina og er að ýta sér leið upp. Þeir jarðskjálftar sem verða fyrir utan Öræfajökul eru vegna spennubreytinga í nálægri jarðskorpu sem hefur virkjað misgengi á þessu svæði. Það er talsverð hætta á því að jarðskjálftavirkni aukist með þessum hætti eftir því sem meiri kvika safnast saman í Öræfajökli. Það ferli mun taka vikur og mánuði frá því sem er núna í dag.