Aðfaranótt 13-Júlí-2018 varð jarðskjálftahrina í suðurhluta öskju eldstöðvarinnar Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,9 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,9. Þessari jarðskjálftahrinu er lokið en hætta er á því að jarðskjálftahrina hefjist á ný í Kötlu án mikils fyrirvara. Jarðskjálftavirkni byrjar oft að aukast í Kötlu í Júlí.