Djúpstæð jarðskjálftahrina suð-austur af Bárðarbungu

Síðan í gær (18-Júlí-2018) hefur verið djúpstæð jarðskjálftahrina suð-austur af Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru mjög algengar og eru alltaf vegna þess að kvikuinnskot er þarna á ferðinni.


Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mesta dýpi sem mældist í þessari jarðskjálftahrinu var 26,3 km og minnsta dýpi var 13,4 km. Skekkja gæti verið talsverð í þessum mælingum vegna fjarlægðar frá næstu SIL mælistöðum. Þegar jarðskjálftar eru mjög litlir að stærð (stærðir 0,0 – 1,0) er mjög erfitt að staðsetja þá og finna út rétt dýpi. Í kjölfarið á jarðskjálftavirkni á þessu svæði verður stundum stór jarðskjálfti í Bárðarbungu. Það er ekki hægt að spá til um slíkan atburð og það er ekki hægt að vita fyrirfram hvort að það gerist núna.