Í dag (20-Júlí-2018) klukkan 06:28 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu í suð-austur hluta öskjunnar. Það komu fram nokkrir litlir jarðskjálftar í kjölfarið yfir daginn. Jarðskjálftavirkni er algeng í Bárðarbungu núna en það hefur dregið úr jarðskjálftavirkninni undanfarna mánuði (3 til 6 mánaða fresti). Á móti þegar það verða jarðskjálftar þá eru þeir stærri.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 3,4. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta frá Bárðarbungu á næstu klukkutímum til 48 klukkustundum. Ef ekkert gerist eftir 48 klukkustundir þá er ólíklegt að að komi fram stór jarðskjálfti á næstunni. Stærðin sem hægt er að reikna með er yfir 4,0.