Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli (staðan 3-Júlí-2018)

Síðustu klukkutíma hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni í suðurhlíðum Öræfajökuls. Þessi jarðskjálftahrina hófst í kringum 29-Júní-2018 og hefur að mestu leiti verið í gangi síðan þá. Á þessari stundu virðist sem að jarðskjálftavirknin sé nærri þjóðvegi eitt eða alveg undir honum.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli þann 3-Júlí-2018. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi breyting á jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð að mínu áliti og bendir til þess að vandræði séu á leiðinni í Öræfajökli. Það eru ekki neinir eldgígar svo ég viti til í hlíðum Öræfajökuls en hugsanlegt er að slíkir gígar hafi verið þurrkaðir út af jökulhreyfingum síðustu alda. Það er góð ástæða að mínu mati að fylgjast með þróun þessar jarðskjálftavirkni.