Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli (staðan 29-Júní)

Þessa stundina er jarðskjálftahrina í gangi í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftavirkni hófst þann 26-Júní-2018 og hefur að mestu leiti verið í gangi síðan þá. Þessa studina eru eingöngu litlir jarðskjálftar að eiga sér stað en stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1 en varð fyrir utan eldstöðina (en virðist samt tengjast virkninni þar) og þessi jarðskjálfti bendir til þess að stressið í jarðskorpunni sé að breytast mjög hratt á þessu svæði þessa stundina (mitt álit).


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (rauðu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem einnig gerðist í dag var jarðskjálftahrina í hlíðum Öræfajökuls og það er mjög varasamt merki ef eitthvað er að fara gerast þar. Þar sem eldgos í hlíðum Öræfajökuls getur verið mjög stórt vandamál þar sem slíkt eldgos er nær þjóðvegi eitt og stórhættulegt ef engin viðvörun verður á slíku eldgosi. Það þarf sérstaklega að fylgjast með slíkri virkni að mínu mati.