Sterkur jarðskjálfti í Öræfajökli [uppfærslur væntanlegar]

Þessi grein verður uppfærð.

Jarðskjálfti með stærðina 3,5 varð klukkan 16:57 í Öræfajökli. Þetta er sjálfvirkt stærðarmat og mun breytast þegar farið er yfir gögnin. Það virðist sem að jarðskjálftahrina sé hafin í Öræfajökli.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óróaplottin í kringum Öræfajökul hafa ekki ennþá uppfærst og því veit ég ekki hvort að einhver órói hafi komið fram í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu.

Ég mun uppfæra þessa grein með nýrri upplýsingum þegar þær berast.