Í dag (19-Október-2018) varð jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey. Vegna fjarlægðar frá landi þá eru aðeins stærstu jarðskjálftarnir að mælast hjá Veðurstofunni.
Jarðskjálftahrinan norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst voru með stærðina 3,3 og stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar voru minni en samt stærri en 2,5 að stærð. Næmni SIL mælanetsins er ekki mjög góð svona langt frá landi. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi eða ekki.