Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í dag (28-Október-2018) klukkan 10:52 hófst jarðskjálftahrina í Krýsuvík með jarðskjálfta að stærðinni 3,0 og síðan þá hefur verið lítil jarðskjálftahrina í gangi þar. Þetta er ekki jarðskjálftahrina sem er tengd eldstöðinni heldur er hérna um að ræða jarðskjálftahrinu sem tengist flekahreyfingum á þessu svæði.


Jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Hafnarfirði og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Á þessari stundu er ekki hægt að segja til um hvort að þessi jarðskjálftahrina sé búin eða hvort að eitthvað meira muni gerast á þessu svæði. Það er möguleiki á því að þarna muni koma fram fleiri jarðskjálftar án viðvörunar.