Kröftug jarðskjálftahrina 100 km norður af Kolbeinsey

Aðfaranótt 28-Febrúar-2019 og kvöldið 27-Febrúar-2019 varð jarðskjálftahrina 100 km norður af Kolbeinsey. Ég veit ekki hvort að þetta var bara jarðskjálftahrina eða einnig eldgos. Svæðið sem jarðskjálftahrinan var á er langt frá landi. Sjávardýpi á þessu svæði er frá 1 til 3 km og hugsanleg eldgos þarna eru því ósýnileg á yfirborði sjávar.


Jarðskjálftahrinan norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 4,3 (klukkan 07:43) og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,1 (klukkan 07:37). Heildarfjöldi jarðskjálfta sem voru stærri en 3,0 var 16 samkvæmt síðustu niðurstöðum hjá Veðurstofu Íslands. Ég veit ekki hver heildarfjöldi jarðskjálfta var í þessari jarðskjálftahrinu. Vegna fjarlægðar frá landi og SIL mælaneti Veðurstofu Íslands þá mældist ekki mikill fjöldi jarðskjálfta. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið þar sem ekki hafa komið fram jarðskjálftar síðustu klukkutíma.