Jarðskjálfti með stærð 3,4 nærri Surtsey (eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja)

Í nótt (31-Janúar-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 nærri Surtsey (eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja). Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er þetta stærsti jarðskjálftinn á þessu svæði síðan árið 1992.


Jarðskjálftinn nærri Surtsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nokkrir minni jarðskjálftar urðu í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum. Vegna fjarlægðar frá mælaneti Veðurstofu Íslands er erfitt að vera með næmar jarðskjálftamælingar á þessu svæði og því mælast ekki minni jarðskjálftar sem hugsanlega komu fram þarna.

Jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í morgun klukkan 10:01 hófst jarðskjálftahrina í Torfajökli í vestari hluta öskjunnar. Stærsti jarðskjálftinn í hrinunni var með stærðina 3,7 og fannst á nálægum sveitarbæjum. Það eru almennt ekki neinir ferðamenn á þessu svæði á þessum tíma árs.


Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu klukkutímana var með stærðina 2,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru allir minni að stærð. Jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þarna og því geta upplýsingar breyst án viðvörunar.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Síðastliðna nótt (26-Janúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið og hún var í gangi í aðeins minna en tvo klukkutíma.

Tvær jarðskjálftahrinu á Reykjaneshrygg

Síðastliðna viku hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, að mestu leiti nærri ströndinni. Fyrri jarðskjálftahrinan var nærri ströndinni og stærsti jarðskjálftinn þar var með stærðina 3,0 klukkan 14:31 og varð 7,6 km rétt utan við Eldey. Seinni jarðskjálftahrinan var með jarðskjálfta sem náði stærðinni 3,0 klukkan 04:32 og var staðsettur 17,5 km utan við Geirfugladrang. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinunar á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Báðar jarðskjálftahrinur virðast ennþá vera í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Ný jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (6-Janúar-2019) hófst ný jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,4. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hafa verið minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi en það er ekki mikil jarðskjálftavirkni að eiga sér stað eins og er hefðbundið fyrir Öræfajökul. Þessi jarðskjálftavirkni er innan þeirra marka sem hefur verið að gerast í Öræfajökli síðan árið 2017.