Í morgun klukkan 10:01 hófst jarðskjálftahrina í Torfajökli í vestari hluta öskjunnar. Stærsti jarðskjálftinn í hrinunni var með stærðina 3,7 og fannst á nálægum sveitarbæjum. Það eru almennt ekki neinir ferðamenn á þessu svæði á þessum tíma árs.
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn síðustu klukkutímana var með stærðina 2,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru allir minni að stærð. Jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þarna og því geta upplýsingar breyst án viðvörunar.