Kröftug jarðskjálftahrina 100 km norður af Kolbeinsey

Aðfaranótt 28-Febrúar-2019 og kvöldið 27-Febrúar-2019 varð jarðskjálftahrina 100 km norður af Kolbeinsey. Ég veit ekki hvort að þetta var bara jarðskjálftahrina eða einnig eldgos. Svæðið sem jarðskjálftahrinan var á er langt frá landi. Sjávardýpi á þessu svæði er frá 1 til 3 km og hugsanleg eldgos þarna eru því ósýnileg á yfirborði sjávar.


Jarðskjálftahrinan norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 4,3 (klukkan 07:43) og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,1 (klukkan 07:37). Heildarfjöldi jarðskjálfta sem voru stærri en 3,0 var 16 samkvæmt síðustu niðurstöðum hjá Veðurstofu Íslands. Ég veit ekki hver heildarfjöldi jarðskjálfta var í þessari jarðskjálftahrinu. Vegna fjarlægðar frá landi og SIL mælaneti Veðurstofu Íslands þá mældist ekki mikill fjöldi jarðskjálfta. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið þar sem ekki hafa komið fram jarðskjálftar síðustu klukkutíma.

Jarðskjálfti með stærðina (Mw) 4,2 í Bárðarbungu

Í gær (23-Febrúar-2019) varð jarðskjálfti með stærðina (Mw) 4,2 í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu á svipuðum stað og aðrir jarðskjálftar af þessari stærð sem hafa orðið á undanförnum vikum. Þarna verða flestir jarðskjálftar af þessari stærð í Bárðarbungu. Það varð forskjálfti í þetta skiptið með stærðina 2,7.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég get því miður ekki útvegað mynd af jarðskjálftanum þar sem aðal jarðskjálftatölvan hjá mér er biluð og ég hef ekki efni á nýrri tölvu fyrr en í sumar (+Windows 10 Pro leyfi). Ég hef einnig ekki efni á því fyrr en í sumar að skipta yfir í Raspberry Shake jarðskjálftamæli.

EMSC/USGS sýna þennan jarðskjálfta með stærðina 4,5. EMSC/USGS eru að nota aðra reikniaðferð en Veðurstofa Íslands.

Uppfærsla

Ég gat náð í jarðskjálftaupplýsinganar frá jarðskjálftamælinum mínum.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Þessi myndir er undir Creative Commons Leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Grein uppfærð þann 25-Febrúar-2019. Mynd bætt við.

Jarðskjálftahrina norð-austur af Geysi

Á Föstudaginn (22-Febrúar-2019) og Laugardaginn (23-Febrúar-2019) varð jarðskjálftahrina norð-austur af Geysi. Þetta var ekki stór jarðskjálftahrina og var fjöldi jarðskjálfta í kringum 24.


Jarðskjálftahrinan norð-austur af Geysi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.

Lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Í dag (20-Febrúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,2 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Samtals komu fram fimm jarðskjálftar.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjöki (norð-austan við Bárðarbungu). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst afhverju jarðskjálftavirkni á sér núna stað í Tungnafellsjökli. Það er möguleiki á því að hérna sé um að ræða kvikuinnskot í eldstöðina en einnig er mögulegt að um sé að ræða spennubreytingar í jarðskorpunni vegna eldgossins í Bárðarbungu árið 2014 og 2015. Ég reikna ekki með því að það verði frekari virkni í Tungnafellsjökli en jarðskjálftavirkni. Síðasta eldgos í Tungnafellsjökli var fyrir 10.000 til 12.000 árum en þau eldgos eru óviss.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í gær (18-Febrúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta er fyrsta jarðskjálftahrinan í Kötlu í langan tíma og hefst þessi virkni óvenjulega snemma í ár.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það komu fram tíu jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

Auglýsingar fjarlægðar

Þar sem ég fékk voðalega lítið úr auglýsingum þá hef ég ákveðið að fjarlægja þær. Það er ennþá hægt að styrkja mig með því að versla við Amazon hérna.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig beint geta gert það með bankamillifærslu eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Upplýsingar um bankamillifærslu er að finna hérna.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga

Í dag (6-Febrúar-2019) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Síðasta eldgos í þessari eldstöð varð árið 1926 samkvæmt Global Volcanism Program og varði það eldgos í fimm daga en var úti fyrir ströndinni.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,8 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,6. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð.

Fersk jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (vika 6)

Aðfaranótt 4-Febrúar-2019 varð jarðskjálfti með stærðina 2,6 í Öræfajökli. Þessi jarðskjálfti var upphafið af jarðskjálftahrinu í Öræfajökli sem er ennþá í gangi.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg fyrir Öræfajökul þessa mánuðina. Fjöldi jarðskjálfta sem er að eiga sér stað í Öræfajökli virðist vera að aukast. Það þýðir að innflæði kviku í Öræfajökul er ennþá í gangi með svipuðum hætti og hefur verið.

Flutningur á hýsingu

Vegna Brexit þá mun ég flytja hýsinguna frá Bretlandi til Bandaríkjanna í þessari viku. Almennt ætti fólk ekki að taka eftir þessari breytingu en það getur tekið DNS upp undir 48 klukkutíma að uppfærast hjá fólki. Breytingin getur tekið allt að 48 klukkutíma á hægari DNS þjónum (ef fólk er með DNS stilltan á routerinn hjá sér þá getur þetta tekið allt að 48 klukkutíma).

Kröftug jarðskjálftahrina suður af Jan Mayen

Í morgun þann 2-Febrúar-2019 hófst kröftug jarðskjálftahrina suður af Jan Mayen eða um 350 km norður af Kolbeinsey. Ég veit ekki hvort að það eru einhverjar eldstöðvar á þessu svæði, það er möguleiki að svo sé. Þetta gæti einnig bara verið flekahreyfingar á þessu svæði. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 5,0 (EMSC upplýsingar hérna). Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,6 (EMSC upplýsingar hérna). Í kringum tugur jarðskjálfta með stærðina 4,3 til 5,0 hefur orðið í þessari jarðskjálftahrinu. Veðurstofan hefur skráð tíu jarðskjálfta á vefsíðunni hjá sér en með minni stærð vegna fjarlægðar frá SIL jarðskjálftamælanetinu.


Jarðskjálftahrinan (grænar stjörnur) suður af Jan Mayen. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna fjarlægðar frá öllum jarðskjálftamælanetum þá mælast ekki minni jarðskjálftar sem hafa orðið þarna og þetta veldur því einnig að ekki er hægt að segja til um það hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.