Fersk jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (vika 6)

Aðfaranótt 4-Febrúar-2019 varð jarðskjálfti með stærðina 2,6 í Öræfajökli. Þessi jarðskjálfti var upphafið af jarðskjálftahrinu í Öræfajökli sem er ennþá í gangi.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg fyrir Öræfajökul þessa mánuðina. Fjöldi jarðskjálfta sem er að eiga sér stað í Öræfajökli virðist vera að aukast. Það þýðir að innflæði kviku í Öræfajökul er ennþá í gangi með svipuðum hætti og hefur verið.

Flutningur á hýsingu

Vegna Brexit þá mun ég flytja hýsinguna frá Bretlandi til Bandaríkjanna í þessari viku. Almennt ætti fólk ekki að taka eftir þessari breytingu en það getur tekið DNS upp undir 48 klukkutíma að uppfærast hjá fólki. Breytingin getur tekið allt að 48 klukkutíma á hægari DNS þjónum (ef fólk er með DNS stilltan á routerinn hjá sér þá getur þetta tekið allt að 48 klukkutíma).