Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í gær (18-Febrúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta er fyrsta jarðskjálftahrinan í Kötlu í langan tíma og hefst þessi virkni óvenjulega snemma í ár.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það komu fram tíu jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

Auglýsingar fjarlægðar

Þar sem ég fékk voðalega lítið úr auglýsingum þá hef ég ákveðið að fjarlægja þær. Það er ennþá hægt að styrkja mig með því að versla við Amazon hérna.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig beint geta gert það með bankamillifærslu eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Upplýsingar um bankamillifærslu er að finna hérna.