Jarðskjálfti með stærðina (Mw) 4,2 í Bárðarbungu

Í gær (23-Febrúar-2019) varð jarðskjálfti með stærðina (Mw) 4,2 í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu á svipuðum stað og aðrir jarðskjálftar af þessari stærð sem hafa orðið á undanförnum vikum. Þarna verða flestir jarðskjálftar af þessari stærð í Bárðarbungu. Það varð forskjálfti í þetta skiptið með stærðina 2,7.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég get því miður ekki útvegað mynd af jarðskjálftanum þar sem aðal jarðskjálftatölvan hjá mér er biluð og ég hef ekki efni á nýrri tölvu fyrr en í sumar (+Windows 10 Pro leyfi). Ég hef einnig ekki efni á því fyrr en í sumar að skipta yfir í Raspberry Shake jarðskjálftamæli.

EMSC/USGS sýna þennan jarðskjálfta með stærðina 4,5. EMSC/USGS eru að nota aðra reikniaðferð en Veðurstofa Íslands.

Uppfærsla

Ég gat náð í jarðskjálftaupplýsinganar frá jarðskjálftamælinum mínum.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Þessi myndir er undir Creative Commons Leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Grein uppfærð þann 25-Febrúar-2019. Mynd bætt við.