Í dag (6-Janúar-2019) hófst ný jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,4. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hafa verið minni að stærð.
Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi en það er ekki mikil jarðskjálftavirkni að eiga sér stað eins og er hefðbundið fyrir Öræfajökul. Þessi jarðskjálftavirkni er innan þeirra marka sem hefur verið að gerast í Öræfajökli síðan árið 2017.