Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 19-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngja.

  • Gígurinn sem hóf að gjósa þann 5-Apríl-2021 er hættur að gjósa. Ég er ekki viss hvenær gígurinn hætti að gjósa en það var einhverntímann síðustu daga.
  • Minni gígar hafa opnað en enginn af þeim hefur náð að búa til gíg og hafa flestir af þeim einnig hætt að gjósa og verið í kjölfarið grafnir undir nýju hrauni frá stærri gígum.
  • Jarðskjálftavirkni hefur verið að koma fram eftir kvikuganginum í dag. Ég er ekki viss afhverju það er þegar þessi grein er skrifuð.
  • Nýjar sprungur hafa víst komið fram sunnan við núverandi eldgos. Ég er ekki viss um staðsetningu þessara nýju sprunga. Það virðast ekki vera neinar sprungur sjáanlegar norður af gígnum sem er hættur að gjósa þegar þessi grein er skrifuð.
  • Gígur 1 er farin að gefa frá sér mikinn reyk. Á meðan eldgos heldur áfram í seinni gígnum á sama svæði. Ég veit ekki almennilega afhverju gígur eitt er að koma með svona reyk og hefur verið með svona reik síðustu daga.
  • Eldgosið er núna búið að vara í einn mánuð. Það hófst þann 19-Mars-2021.
  • Samkvæmt síðustu fréttum þá er magn hrauns sem er að koma upp í eldgosinu aukist síðan eldgosið hófst.

Ég er ekki með neinar frekari upplýsingar en það gæti breyst án viðvörunnar. Ef það gerist þá mun ég skrifa um það eins fljótt og hægt er.