Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 16-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um eldgosið í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Það hafa ekki orðið neinar stórar breytingar síðan ég skrifaði síðustu uppfærslu. Í þessari viku opnuðust fjórir nýjir gígar og ég skrifaði um það á þeim tíma og er hægt að lesa þær greinar varðandi upplýsingar sem koma þar fram.

  • Það kom fram í fréttum þann í dag (16-Apríl-2021) að hraun er  núna farið að flæða úr Geldingadal til austurs. Hraunið fer núna yfir göngustíg sem fólk notaði til þess að komast að eldgosinu og er því mjög líklegt að ekki sé lengur hægt að komast nærri eldgosinu. Það er einnig líklegt að hraun muni flæða til suðurs meira en það hefur gert nú þegar.
  • Hrina lítilla jarðskjálfta varð í norð-austur hluta Fagradalsfjalls um klukkan 06:00 í morgun. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8.
  • Það er ekkert sem bendir til þess að þessu eldgosi sé að ljúka.
  • Það er ennþá mjög mikil hætta á því að eldgos hefjist í nýjum gígum án fyrirvara.

Það eru engar frekari fréttir af stöðu mála þessa vikuna fyrir utan það sem ég hef skrifað fyrr í vikunni. Ef eitthvað gerist þá mun ég skrifa grein um það eins fljótt og hægt er.

Sterkari órói greinist samkvæmt fréttum í Fagradalsfjalli

Í gær (15-Apríl-2021) var tilkynnt (seint) í fréttum að sterkari órói hefði greinst í eldgosinu síðan á miðnætti. Þetta venjulega gerist þegar nýir gígar opnast. Veður er mjög slæmt á svæðinu og vindhviður hafa verið að ná 41 m/s með mikilli rigningu í gær og aðstæður þarna hafa gert það ekki er hægt að fylgjast með eldgosinu á vefmyndavélum og biluðu vefmyndavélar Rúv síðustu nótt vegna veðurs. Samkvæmt síðustu veðurspá þá mun veður ekki lagast á svæðinu fyrr en seint í dag (Föstudaginn 16-Apríl-2021). Aukinn órói gæti verið vegna veðurs en oftast þá hefur veður ekki áhrif á lægri tíðniböndin (0.5 – 1Hz) en veður hefur meiri áhrif á hærri tíðniböndum (2 – 4Hz). Hvað er að gerast þarna mun ekki koma í ljós fyrr en veður batnar.

Upplýsingar um eldstöðina Krýsuvík.

Fréttir og vefmyndavélar

Órói auk­ist en aðstæður óljós­ar (mbl.is)
Gosið í Geld­inga­döl­um í beinni (mbl.is) – Stundum sést í eldgosið hérna þegar aðeins slakar í veðrinu á svæðinu.