Í gær (15-Apríl-2021) var tilkynnt (seint) í fréttum að sterkari órói hefði greinst í eldgosinu síðan á miðnætti. Þetta venjulega gerist þegar nýir gígar opnast. Veður er mjög slæmt á svæðinu og vindhviður hafa verið að ná 41 m/s með mikilli rigningu í gær og aðstæður þarna hafa gert það ekki er hægt að fylgjast með eldgosinu á vefmyndavélum og biluðu vefmyndavélar Rúv síðustu nótt vegna veðurs. Samkvæmt síðustu veðurspá þá mun veður ekki lagast á svæðinu fyrr en seint í dag (Föstudaginn 16-Apríl-2021). Aukinn órói gæti verið vegna veðurs en oftast þá hefur veður ekki áhrif á lægri tíðniböndin (0.5 – 1Hz) en veður hefur meiri áhrif á hærri tíðniböndum (2 – 4Hz). Hvað er að gerast þarna mun ekki koma í ljós fyrr en veður batnar.
Upplýsingar um eldstöðina Krýsuvík.
Fréttir og vefmyndavélar
Órói aukist en aðstæður óljósar (mbl.is)
Gosið í Geldingadölum í beinni (mbl.is) – Stundum sést í eldgosið hérna þegar aðeins slakar í veðrinu á svæðinu.