Jarðskjálftahrina langt norður af Kolbeinsey

Í morgun (14-Apríl-2021) varð jarðskjálftahrina langt norður af Kolbeinsey. Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina Mw3,5 en var hugsanlega stærri en vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá er stærðin hugsanlega vanmetin. Ég mældi stærsta jarðskjálftann á eina jarðskjálftamælinn sem ég er með og þar sást mikið af yfirborðsbylgjum sem bendir til þess að stærð jarðskjálftans var hugsanlega stærri en Mw3,5.

Grænar stjörnur langt norður af Kolbeinsey þar sem jarðskjálftavirknin varð í morgun
Jarðskjálftavirknin langt norður af Kolbeinsey í morgun. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna þess hversu afskekkt þetta svæði er þá er ekki hægt að vita hvað er að gerast þarna. Svæðið er einnig undir sjó sem er 2 til 4 km djúpur. Ef eitthvað gerist þá mun það ekki sjást fyrir utan það sem kemur fram á mælitækjum.

Eldgos í samtals átta gígum í Fagradalsfjalli

Þetta er stutt grein um eldgosið í Fragradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Í gær (13-Apríl-2021) um klukkan 09:00 gerðist þetta hérna.

  • Fjórir nýjir gígar fóru að gjósa. Þetta minnkaði ekki það hraunflæði sem er að koma upp í eldgosinu sem er að koma upp í öðrum gígum sem eru að gjósa.
  • Núna eru því samtals átta gígar að gjósa í Fagradalsfjalli. Svæðið er hægt og rólega að fara undir nýtt hraun eftir því sem eldgosið varir lengur.
  • Sunnudaginn 18-Apríl-2021 verður eldgosið búið að vara í einn mánuð (30 daga*). *Þetta er samkvæmt dagatalsreiknivefsíðu miðað við 30 daga mánuð.
  • Það er ennþá mjög mikil hætta á því að nýir gígar opnist bæði norður og suður af gíg 1.
  • Það gas sem kemur upp í eldgosinu hefur meira en tvöfaldast á síðustu dögum. Þetta er farið að verða vandamál ef vindur blæs gasinu yfir íbúðarbyggð.

Ég er ekki með frekari uppfærslur af stöðu eldgossins eins og er. Ef eitthvað meira gerist þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og hægt er. Þar sem það er hætta á því að eldgosið muni vara í mjög langan tíma, allt að nokkur ár þá er möguleiki á því að ég breyti því hvenær ég set inn uppfærslur hérna. Ég ætla að finna útúr því eftir því sem eldgosið varir lengur.

Fréttir af gígnum og eldgosinu

Drónamyndir: Fjórir nýir gígar (Rúv.is, myndband og kort)

Uppfærsla klukkan 18:25

Morgunblaðið hefur gefið út nýtt myndband af eldgosinu.

Flögrað yfir nýju gíg­un­um (mbl.is)