Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík í eldstöðinni Reykjanes

Snemma í morgun þann 11-Júlí-2021 varð jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw2,5. Flestir af öðrum jarðskjálftum sem komu fram voru með stærðina Mw0,0 til Mw1,0. Það var einnig jarðskjálftahrina við Reykjanestá sem er einnig hluti af eldstöðvarkerfinu Reykjanes.

Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík. Þar kom fram hópur af jarðskjálftum á korti Veðurstofunnar sem eru merktir sem appelsínugulir punktar.
Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að segja til um hvað er að gerast þarna í eldstöðinni Reykjanes. Það hefur verið sannað að eldgos geta hafist á Reykjanesskaga án mikillar viðvörunar eða jarðskjálftavirkni. Það eru engin skýr merki um það að eitthvað sé að fara að gerast en það getur breytst án nokkurar viðvörunnar.