Djúpir jarðskjálftar í Fagradalsfjalli

Í dag (21-Júlí-2021) komu fram nokkrir djúpir jarðskjálftar í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Þessi jarðskjálftavirkni er ekki stór og stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw0,8. Mesta dýpi sem mældist var 13,4km.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli sýnd á mynd frá Veðurstofu Íslands sem nokkrir punktar á Reykjanesskaga. Það er einn punktur fyrir nýjasta jarðskjálftann, tveir appelsínugulir punktar fyrir næst elstu jarðskjálftana og síðan nokkrir bláir punktar fyrir elstu jarðskjálftana.
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um hvað þetta þýðir. Það er möguleiki að meiri kvika sé að reyna að koma upp af miklu dýpi heldur en núverandi eldgosasvæði leyfir. Ef það er það sem er að gerast þá er möguleiki á því að nýir gígar opnist og eldgos hefjist á nýjum stöðum. Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist jarðskjálftavirknin vera ennþá í gangi en það verða ekki margir jarðskjálftar núna og stærðir þeirra jarðskjálfta sem verða eru mjög litlar.

Þoka kemur í veg fyrir að hægt sé að sjá hvað er að gerast á Fagradalsfjalli og í eldgosinu. Það er enginn órói að sjást á mælum Veðurstofu Íslands og það segir að ekkert eldgos er í gangi þessa stundina.