Þensla hófst í Öskju í Ágúst 2021

Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands þá hófst þensla í eldstöðinni Öskju í Ágúst 2021. Þenslan hefur mælst um 5 sm á mánuði núna. Þenslan á sér stað á svæði sem kallast Ólafsgígar og er rétt fyrir utan öskjuvatn.

Þensla í öskju er sýnd með rauðum lit við Ólafsgíga og er rétt fyrir utan öskjuvatn. Þessi rauði litur minnkar eftir því sem fjarlægð frá miðju þenslunar eykst.
Þenslan í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi þensla muni leiða til eldgoss. Þessi þensla hefur hinsvegar valdið jarðskjálftavirkni í Öskju en flestir jarðskjálftarnir hafa verið mjög litlir að stærð.

Þenslan í Öskju. Myndin sýnir færslur á norður - suður og austur - vestur og síðan upp færslum. Þessi færsla er sýnd með punktum og síðan brotinni línu sem er rauð á myndinni.
Þenslan í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tilkynning Veðurstofu Íslands

Land rís við Öskju