Jarðskjálftahrina suður af Keili

Á Laugardeginum 25-September-2021 hófst jarðskjálftahrina suður af Keili sem er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg suður af Keili sem er sýnd með rauðum punktum á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga suður af Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur verið í lengsta hléi síðan það hófst þann 19-Mars-2021 og þegar þessi grein er skrifuð þá er hléið ennþá í gangi.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að eldgosatímabilið sem er núna í gangi sé ekki ennþá lokið á Reykjanesskaga. Þó svo að ekkert sé að gerast í augnablikinu.

Það eldstöðvarkerfi sem er núna að gjósa er Krýsuvík-Trölladyngja.

Grein uppfærð þann 29-September-2021 klukkan 11:46. Rétt dagsetning um upphaf jarðskjálftahrinunar sett inn.