Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í morgun

Í morgun (25-Mars-2022) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni kemur til vegna þess að eldstöðin er að þenjast út eftir að eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar 2015. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw4,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni.

Græn stjarna í austur hluta Bárðarbungu sem sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Rauðir punktar í vestari hluta Bárðarbungu sem sýnir staðsetningu minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og síðan eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar 2015. Síðan þá hefur eldstöðin verið að þenjast út og með tímanum mun þessi jarðskjálftavirkni breytast og lengra verða á milli jarðskjálfta af þessari stærð. Stærðir þessara jarðskjálfta mun fara niður í 1 til 2 jarðskjálfta á ári á næstu árum. Eftir það mun tíðni þessara jarðskjálfta lækka niður í einn til tvo jarðskjálfta á nokkura ára fresti.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík-Trölladyngju

Í morgun (17-Mars-2022) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Græn stjarna við Kleifarvatn sem sýnir jarðskjálftavirknina í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík
Jarðskjálftavirknin í Trölladyngja-Krýsuvík eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Mjög slæmt veður síðustu vikur hefur komið í veg fyrir að minni jarðskjálftar hafa mælst á þessu svæði. Meiri jarðskjálftavirkni hefur því getað átt sér stað þarna en kemur fram á kortum Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey

Í morgun (5-Mars-2022) var jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey. Það komu fram þrír jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 í þessari jarðskjálftahrinu og það mældust einnig minni jarðskjálftar á sama svæði. Vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá mældust aðeins stærstu jarðskjálftarnir.

Grænar stjörnur efst á kortinu sýnir stærstu jarðskjálftana sem mældust hjá Veðurstofunni. Nokkrir appelsínugulir punktar sýna minni jarðskjálftana
Grænar stjörnur þar sem stærstu jarðskjálftarnir áttu sér stað. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,1 og M3,2. Þarna getur orðið stærri jarðskjálfti en það sem hefur orðið núna. Það er óljóst hvað er að gerast þarna vegna þess að svæðið er afskekkt og undir sjó. Ef að þarna verður eldgos, þá er ekki víst að það sjáist eða að það verði vert við eldgos þarna, eða að það verður aðeins hægt að sá slíkan atburð á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar.