Sterkur jarðskjálfti í Bárðarbungu

Klukkan 10:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 (Veðurstofa Íslands) eða Mw5,0 (EMSC) í Bárðarbungu.

Tvær grænar stjörnur í eldstöðinni Bárðarbungu sýnir jarðskjálftavirknina þar síðan í gær. Nokkrir minni punktar sýna minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær (21-Febrúar-2021) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í Bárðarbungu, ásamt nokkrum minni jarðskjálftum. Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið árin 2014 til 2015. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður í Bárðarbungu en það gæti orðið eftir 10 ár eða eftir 100 ár. Síðasta eldgos á undan eldgosinu árið 2014 var árið 1902.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í eldstöðinni Reykjanesskaga þar sem þenslan heldur áfram að aukast síðan eldgosinu lauk í Fagradalsfjalli. Nýtt eldgos getur hafist á Reykjanesskaga án mikillar viðvörunnar í Fagradalsfjalli. Núverandi virkni er í eldstöðinni Reykjanes norð-vestur af Grindavík.

Jarðskjálftavirkni norð-vestur af Grindavík sýnd með grænni stjörnu þar sem stærsti jarðskjálftinn átti sér stað
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu nótt varð jarðskjálfti þarna með stærðina Mw3,2 (klukkan 04:29) og átti sér stað í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst í Grindavík. Minni jarðskjálftar hafa haldið áfram þarna en fjöldi nýrra jarðskjálfta sem verður þarna er mjög lítill, þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst án viðvörunnar. Það er ekki ljóst hvernig jarðskjálfti þetta er og það er möguleiki á því að þarna sé jarðskjálfti sem kemur til vegna aukinnar þenslu í Fagradalsfjalli og þeim breytingum sem það veldur á stressi í nálægri jarðskorpu. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er allt rólegt og ekkert bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast, það getur hinsvegar breyst án nokkurs fyrirvara.

Kröftug jarðskjálftavirkni í Kötlu

Klukkan 19:10 hófst (þann 02-Febrúar-2022) kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,0 (klukkan 19:10) og síðan kom annar stór jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 (klukkan 19:44).

Rauðir punktar í öskju Kötlu sýna hvar litlir jarðskjálftar hafa orðið. Tvær grænar stjörnur við austur-öskjubarm Kötlu eru þar sem stærstu jarðskjálftanir hafa orðið
Jarðskjálftavirknin í Kötlu núna í kvöld. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð er óljóst hvað er í gangi og hvort að það er eldgos á leiðinni. Líkunar eru góðar en það er einnig möguleiki á því að þessi virkni minnki og hætti alveg og það mundi þá koma í veg fyrir að nokkurt eldgos yrði. Hvort sem það yrði stórt eða lítið í Kötlu.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum eða skrifa nýja grein ef aðstæður breytast mjög mikið frá því sem er núna.

Kröftugir jarðskjálftar nærri Húsafelli

Í dag (1-Febrúar-2022) klukkan 00:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 nærri Húsafelli og fannst þessi jarðskjálfti í Reykjavík. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi á þessu svæði en er mjög hægfara og stöðvast því stundum. Annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 varð klukkan 01:15. Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið 107 jarðskjálftar við Húsafell.

Tvær grænar stjörnur suður og vestan við Langjökul í Húsafelli sem sýnir jarðskjálftavirknina. Það eru einnig appelsínugulir punktar sem sýnir minni jarðskjálfta sem þarna hafa orðið
Jarðskjálftavirknin við Húsafell. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið á þessu svæði var með stærðina 5,5 samkvæmt fréttum og varð árið 1974. Það er það eina sem ég veit um þennan jarðskjálfta en sá jarðskjálfti varð einnig aðeins norðar en núverandi jarðskjálftahrina. Það er óljóst hvers vegna þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað, þar sem þarna eru ekki neinar eldstöðvar og ekki nein þekkt sprungusvæði. Þarna er lághitasvæði og nýlegar fréttagreinar hafa komið með þá hugmynd að sú jarðskjálftavirkni sé tengd jarðhitavirkni sem er þarna. Sú hugmynd er hinsvegar ekki sönnuð ennþá. Það að þarna sé lághitasvæði þýðir að kvika hefur komist upp frekar grunnt í jarðskorpuna eða rétt um 1 til 2 km og nær að hita upp grunnvatnið sem er í jarðskorpunni.