Sterkur jarðskjálfti í Bárðarbungu

Klukkan 10:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 (Veðurstofa Íslands) eða Mw5,0 (EMSC) í Bárðarbungu.

Tvær grænar stjörnur í eldstöðinni Bárðarbungu sýnir jarðskjálftavirknina þar síðan í gær. Nokkrir minni punktar sýna minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær (21-Febrúar-2021) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í Bárðarbungu, ásamt nokkrum minni jarðskjálftum. Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið árin 2014 til 2015. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður í Bárðarbungu en það gæti orðið eftir 10 ár eða eftir 100 ár. Síðasta eldgos á undan eldgosinu árið 2014 var árið 1902.