Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í eldstöðinni Reykjanesskaga þar sem þenslan heldur áfram að aukast síðan eldgosinu lauk í Fagradalsfjalli. Nýtt eldgos getur hafist á Reykjanesskaga án mikillar viðvörunnar í Fagradalsfjalli. Núverandi virkni er í eldstöðinni Reykjanes norð-vestur af Grindavík.
Síðustu nótt varð jarðskjálfti þarna með stærðina Mw3,2 (klukkan 04:29) og átti sér stað í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst í Grindavík. Minni jarðskjálftar hafa haldið áfram þarna en fjöldi nýrra jarðskjálfta sem verður þarna er mjög lítill, þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst án viðvörunnar. Það er ekki ljóst hvernig jarðskjálfti þetta er og það er möguleiki á því að þarna sé jarðskjálfti sem kemur til vegna aukinnar þenslu í Fagradalsfjalli og þeim breytingum sem það veldur á stressi í nálægri jarðskorpu. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er allt rólegt og ekkert bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast, það getur hinsvegar breyst án nokkurs fyrirvara.