Í gær (14-Febrúrar-2022) klukkan 17:27 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 fyrir norðan Grindavík. Þessi jarðskjálfti varð í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálftavirkni gæti hinsvegar tengst þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjalli.
Það er ekki að sjá að þessum jarðskjálfta hafi fylgt nein eftirskjálftavirkni. Það gæti þó breyst snögglega, vegna þenslu frá kvikuinnskotum á svæðinu, þá er mjög mikil jarðskjálftavirkni þarna og hefur verið um lengri tíma.