Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík

Í gær (14-Febrúrar-2022) klukkan 17:27 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 fyrir norðan Grindavík. Þessi jarðskjálfti varð í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálftavirkni gæti hinsvegar tengst þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjalli.

Græn stjarna norðan við Grindavík á jarðskjálftakorti frá Veðurstofu Íslands
Jarðskjálftavirknin norðan við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki að sjá að þessum jarðskjálfta hafi fylgt nein eftirskjálftavirkni. Það gæti þó breyst snögglega, vegna þenslu frá kvikuinnskotum á svæðinu, þá er mjög mikil jarðskjálftavirkni þarna og hefur verið um lengri tíma.