Klukkan 19:10 hófst (þann 02-Febrúar-2022) kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,0 (klukkan 19:10) og síðan kom annar stór jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 (klukkan 19:44).

Þegar þessi grein er skrifuð er óljóst hvað er í gangi og hvort að það er eldgos á leiðinni. Líkunar eru góðar en það er einnig möguleiki á því að þessi virkni minnki og hætti alveg og það mundi þá koma í veg fyrir að nokkurt eldgos yrði. Hvort sem það yrði stórt eða lítið í Kötlu.
Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum eða skrifa nýja grein ef aðstæður breytast mjög mikið frá því sem er núna.