Í morgun (25-Mars-2022) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni kemur til vegna þess að eldstöðin er að þenjast út eftir að eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar 2015. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw4,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni.
Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og síðan eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar 2015. Síðan þá hefur eldstöðin verið að þenjast út og með tímanum mun þessi jarðskjálftavirkni breytast og lengra verða á milli jarðskjálfta af þessari stærð. Stærðir þessara jarðskjálfta mun fara niður í 1 til 2 jarðskjálfta á ári á næstu árum. Eftir það mun tíðni þessara jarðskjálfta lækka niður í einn til tvo jarðskjálfta á nokkura ára fresti.