Í dag (3-Apríl-2022) um klukkan 14:00 hófst jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Þetta virðist vera jarðskjálftahrina sem tengist þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst núna voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,0.
Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi á þessu svæði. Það verða oft hlé á jarðskjálftahrinum á þessu svæði. Hvort að það sé raunin núna veit ég ekki en jarðskjálftahrinur þarna eiga það til að hægja á sér í nokkra klukkutíma. Ég tel víst að þessari jarðskjálftahrinu sé ekki lokið, þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftavirkni á svæðinu þessa stundina.