Jarðskjálftahrina í Krýsuvík-Trölladyngju

Í morgun (17-Mars-2022) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Græn stjarna við Kleifarvatn sem sýnir jarðskjálftavirknina í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík
Jarðskjálftavirknin í Trölladyngja-Krýsuvík eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Mjög slæmt veður síðustu vikur hefur komið í veg fyrir að minni jarðskjálftar hafa mælst á þessu svæði. Meiri jarðskjálftavirkni hefur því getað átt sér stað þarna en kemur fram á kortum Veðurstofu Íslands.