Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kötlu

Í dag (16. Desember 2022) klukkan 21:44 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 varð í eldstöðinni Kötlu. Þetta virðist vera stakur jarðskjálfti þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna í öskju Kötlu í suður-austur hluta öskjunnar ásamt gulum og bláum punktum sem sýna eldri og minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera eðlileg og það er ekkert sem bendir til þess að einhver frekari virkni verði í eldstöðinni Kötlu núna.

Jarðskjálftahrina austur af Íslandi (45 km austur af Fonti)

Í dag (15. Desember 2022) hefur verið jarðskjálftahrina rúmlega 45 km austur af Fonti á Austurlandi. Þessi jarðskjálftahrina er úti í sjó og það er óljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er í gangi. Á þessu svæði eru engar eldstöðvar og þetta svæði er út í sjó. Þetta svæði er einnig eitt af eldri svæðum á Íslandi.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw2,9 en fjarlægð frá landi kemur í veg fyrir að minni jarðskjálftar mælist sem verða á þessu svæði.

Jarðskjálftavirknin á Íslandi er sýnd með ýmsum punktum sem eru rauðir til bláir. Austur af Íslandi eru rauðir punktar og appelsínugulir punktar sem sýnir jarðskjálftavirknina austur af Íslandi austan við svæðið Font.
Jarðskjálftavirknin austur af Fonti og á Íslandi öllu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Punktar sem sýna jarðskjálfta rúmlega 45 km austur af Fonti. Þessi mynd er fengin úr jarðskjálftavefsíðu Veðurstofunnar sem heitir Skjálfta Lísa.
Jarðskjálftavirknin eins og hún er sýnd á skjálftavefsjánni Skjálfta Lísa. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hætta á sterkari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það er ekki mjög líklegt að sterkari jarðskjálftar finnist í byggð vegna fjarlægðar frá landi og það er mjög lítið um byggð á þessu svæði á austurlandi. Það mun aðeins jarðskjálfti finnast ef þarna verður mjög stór jarðskjálfti.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (03-Desember-2022)

Í dag (03-Desember-2022) klukkan 12:49 hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes með jarðskjálfta sem náði stærðinni Mw3,5 á 7 km dýpi. Þetta var stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu. Það urðu í kringum 40 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð. Það bárust ekki neinar tilkynningar um að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist í nálægum bæjum.

Græn stjarna í vestra neðra horni myndarinnar á Reykjanesskaga við Reykjanesstá. Ásamt appelsínugulum punktum og rauðum punkti sem sýnir nýlegan jarðskjálfta þegar þessi mynd er vistuð klukkan 19:20.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að nýtt tímabil virkni sé að byrja á þessu svæði á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg eftir talsvert hlé frá því að eldgosinu lauk í Fagradalsfjalli í Ágúst. Tímabilið eftir að eldgosinu lauk í Ágúst í eldstöðinni Fagradalsfjalli hefur verið mjög rólegt á þessu svæði. Það hefur ekki ennþá orðið eldgos í eldstöðinni Reykjanes ennþá. Hinsvegar hefur kvikuinnskotavirkni inn í jarðskorpuna haldið þar áfram. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þessi kvikuinnskotavirkni inn í jarðskorpuna mun kom af stað eldgosi.