Jarðskjálftahrinan 47 km austur af Fonti heldur áfram

Í nótt og dag (18. Desember 2022) hélt jarðskjálftahrinan sem á sér stað núna rúmlega 47 km austur af Fonti áfram. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð hafði stærðina Mw3,3 en minni jarðskjálftar hafa einnig átt sér stað. Þó voru nokkrir jarðskjálftar sem voru samt stærri en Mw3,0 að stærð. Auk þess hafa orðið nokkrir jarðskjálftar sem náðu stærðinni Mw2,5.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrinan 47 km austur af Fonti heldur áfram“

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í eldstöðinni Kötlu

Í dag (18. Desember 2022) klukkan 11:08 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8. Þessi jarðskjálfti fannst í byggð. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Kötlu í talsverðan tíma.

Tvær stjörnur í öskju Kötlu sem sýna tvo jarðskjálfta. Þann syðri sem er frá 16. Desember og síðan þann norðari sem er frá 18. Desember.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa komið fram nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það hefur hinsvegar verið mjög lítil jarðskjálftavirkni þegar þessi grein er skrifuð.