Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg, langt frá ströndinni

Í gær (30. Janúar 2023) urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,2 langt úti á Reykjaneshrygg. Það mældist aðeins einni minni jarðskjálfti en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá er ómögulegt eða erfitt að mæla litla jarðskjálfta úti á Reykjaneshrygg.

Í vinstra horninu eru tvær stjörnur sem sýna stærri jarðskjálfta, önnur stjarnan er nærri syðri hluta kortsins. Það er bara einn punktur sem sýnir minni jarðskjálfta á Reykjaneshrygg.
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir utan þessa jarðskjálftavirkni, þá hefur verið mjög rólegt á Íslandi. Slæmt veður hefur einnig komið í veg fyrir að jarðskjálftar mælist á Íslandi undanfarnar tvær vikur.

Jarðskjálfti með stærðina mb5,2 í Miðjarðarhafinu, suður af Möltu

Í dag (30. Janúar 2023) klukkan 19:55 UTC (20:55 CET) varð jarðskjálfti með stærðina mb5,2 suður af Möltu. Þessi jarðskjálfti fannst á Möltu vegna nálægðar en ég held að ekkert tjón hafi orðið, þar sem fjarlægðin hafi verið nógu mikil til þess að forða slíku. Samkvæmt tilkynningum til EMSC, þá fannst þessi jarðskjálfti greinilega á Möltu.

Þetta er ekki fyrsti jarðskjálftinn af þessari stærð á þessu svæði og þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð. Þar sem ég tel að hugsanlega sé kvika eða eldstöð að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessu svæði en mig skortir þekkingu á þessu svæði til þess að vera viss hvað er að gerast þarna. Kort, sem eru ágæt af sjávarbotninum á þessu svæði sýna ekki neitt sérstakt og ekkert sérstakt landslag á sjávarbotninum á þessu svæði.

Upplýsingar um jarðskjálftann er að finna hérna á vefsíðu EMSC.

Jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í Íran, nærri landamærunum að Tyrklandi

Í dag (28. Janúar 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í Íran, ekki langt frá landamærunum að Tyrklandi. Samkvæmt EMSC þá fannst þessi jarðskjálfti yfir stórt svæði. Ég veit ekki hvort að það hafi orðið eitthvað tjón en það er mjög líklegt ef gæði bygginga eru léleg. Samkvæmt gögnum frá EMSC, þá fannst þessi jarðskjálfti yfir stórt svæði.
Lesa áfram „Jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í Íran, nærri landamærunum að Tyrklandi“

Jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í eystri hluta Miðjarðarhafsins

Á meðan það er rólegt á Íslandi. Þá ætla ég að skrifa um jarðskjálftavirkni í Evrópu og heiminn allan. Ég hef ekki næga þekkingu til þess að skrifa um eldgos sem eru að eiga sér stað víðsvegar um heiminn. Ég mun skrifa um jarðskjálfta sem eru með stærðina Mw5,0 í Evrópu eða stærri og síðan með stærðina Mw6,0 eða stærri í restinni af heiminum. Ég mun halda áfram að skrifa þessar greinar á meðan það er rólegt á Íslandi. Þessar greinar verða stuttar og ekkert mjög nákvæmar eða með mikið af upplýsingum.

Í dag (25. Janúar 2023) klukkan 12:37 UTC (staðartími 14:37 EET) jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 varð undan strönd Grikklands og Tyrklands í eystri hluta Miðjarðarhafsins. Samkvæmt tilkynningum til EMSC þá fannst þessi jarðskjálfti á stóru svæði en ég veit ekki hvort að eitthvað tjón hafi orðið. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu EMSC hérna.

Jarðskjálftar á þessu svæði í eystri hluta Miðjarðarhafsins verða þegar sjávarbotn Afríkuflekans treðst undir Evrópasíuflekans á þessu svæði. Listi yfir jarðskorpufleka á Jörðinni er að finna hérna (Wikipedia).