Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli

Það hefur verið frekar óvenjuleg jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli síðan í gær (7. Júní 2023). Það hófst með litlum jarðskjálfta með stærðina Mw1,1 og á dýpinu 20,5 km. Þetta eru mjög fáir jarðskjálftar, þannig að það er augljóslega engin hætta á eldgosi.

Blár, appelsínugulur og rauður punktur í Eyjafjallajökli. Auk þess sem það eru rauðir punktar í Kötlu og síðan í öðrum eldstöðvum og svæðum á svæðinu í kring.
Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það yrði mjög óvenjulegt ef Eyjafjallajökull mundi gjósa núna. Þar sem það virðast vera um ~200 ár milli eldgosa í Eyjafjallajökli. Þess á milli er lítið um jarðskjálfta og oft á tíðum verða engir jarðskjálftar í lengri tíma eða mjög fáir á hverju ári. Það hefur að mestu leiti verið það sem hefur gerst í Eyjafjallajökli eftir að eldgosinu árið 2010 lauk. Það er hinsvegar spurning hvort að eitthvað hafi breyst í Eyjafjallajökli. Eins og er þá hef ég ekkert svar við þeirri spurningu en ég ætla að halda áfram að fylgjast með stöðunni í Eyjafjallajökli. Þetta gæti verið ekki neitt, eins og er lang oftast tilfellið.

Jarðskjálfti nærri Surtsey

Í nótt (6. Júní 2023) klukkan 03:17 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 og dýpið 15,8 km rétt við Surtsey. Þetta var bara einn stakur jarðskjálfti, einn minni jarðskjálfti með stærðina Mw1,1 kom fram klukkan 03:20 en hugsanlega hafa einnig komið fram fleiri minni jarðskjálftar sem mældust ekki á jarðskjálftamæla Veðurstofunnar.

Græn stjarna við Surtsey, sem er suður-vestan við Vestmannaeyjar. Það er síðan gulur punktur norðan við grænu stjörnuna sem sýnir minni jarðskjálfta sem einnig varð þarna á sama svæði.
Jarðskjálftavirkni við Surtsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa ekki orðið fleiri jarðskjálftar þarna í dag. Ég reikna með að þetta hafi bara verið stök jarðskjálftavirkni á þessu svæði og þetta verði þannig í næstu framtíð.

Reglulegur jarðskjálfti í eldstöðinni Bárðarbungu

Jarðskjálftinn sem verður í eldstöðinni Bárðarbungu einu sinni til annan hvern mánuð átti sér stað í dag (5. Júní 2023) klukkan 00:04. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,4. Nokkrir minni jarðskjálftar áttu sér stað á undan stærsta jarðskjálftanum en það hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni eftir að stærsti jarðskjálftinn átti sér stað.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Það er næstum því engin önnur jarðskjálftavirkni á þessu korti. Tími á korti er 5. Jún. 23. klukkan 12:00.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Bárðarbunga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin og reglubundin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Bárðarbungu. Það er engin hætta á eldgosi frá eldstöðinni Bárðarbungu eins og er.

Aukin jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Fagradalsfjalli

Aðfaranótt 3. Júní 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á svæði sem kallast Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn í þeirri hrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Jarðskjálftahrinan sem varð þarna bendir til þess að um kvikuvirkni hafi verið að ræða en það er erfitt að vera viss um að það sé það sem gerðist núna.

Appelsínugulir punktar við Reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes. Einnig sem að það eru punktar í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Tími á korti er 03. Jún. 23 klukka 12:35.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes við Reykjanestá og síðan í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru komnir tíu mánuðir síðan það var síðast eldgos í Fagradalsfjalli. Það er mjög líklegt að það muni gjósa þar fljótlega á ný, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos verður. Síðustu vikur þá hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í Fagradalsfjalli og það bendir til þess að kvikuþrýstingur innaní eldstöðinni sé farinn að aukast. Þrýstingurinn er ekki orðinn nægur til þess að eldgos hefjist.