Jarðskjálfti nærri Surtsey

Í nótt (6. Júní 2023) klukkan 03:17 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 og dýpið 15,8 km rétt við Surtsey. Þetta var bara einn stakur jarðskjálfti, einn minni jarðskjálfti með stærðina Mw1,1 kom fram klukkan 03:20 en hugsanlega hafa einnig komið fram fleiri minni jarðskjálftar sem mældust ekki á jarðskjálftamæla Veðurstofunnar.

Græn stjarna við Surtsey, sem er suður-vestan við Vestmannaeyjar. Það er síðan gulur punktur norðan við grænu stjörnuna sem sýnir minni jarðskjálfta sem einnig varð þarna á sama svæði.
Jarðskjálftavirkni við Surtsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa ekki orðið fleiri jarðskjálftar þarna í dag. Ég reikna með að þetta hafi bara verið stök jarðskjálftavirkni á þessu svæði og þetta verði þannig í næstu framtíð.