Kvikuinnskot í Fagradalsfjalli

Í dag (7. September 2023) varð kvikusinnkot í eldstöðina Fagradalsfjall. Megin dýpi þessa kvikuinnskots var í kringum 7 km dýpi. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru litlir eða frá Mw0,1 og upp í Mw1,0 að stærð. Þetta virðist vera frekar stórt kvikuinnskot, þar sem hluti af því framkallar ekki jarðskjálfta vegna eldri kvikuinnskota á sama svæði í Fagradalsfjalli.

Appelsínugulir punktar í Fagradalsfjalli sem sýnir jarðskjálftavirknina þar vegna kvikuinnskotsins. Auk þess eru punktar austan við fjallið Keili sem sýnir kvikuvirkni þar.
Jarðskjálftavirknin við Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Morgunblaðið segir frá því að það er farin að mælast þensla á svæðinu og þenslan er núna kominn í 15mm mjög fljótlega eftir að eldgosi lauk í Fagradalsfjalli. Þetta er mjög snemma miðað við síðustu þrjú eldgos á þessu svæði, þar sem kvikuinnskotavirkni hófst ekki fyrr en þremur til sex mánuðum fyrir næsta eldgos. Það er núna möguleiki á því að næsta eldgos verði fyrr en síðustu þrjú eldgos. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos mun eiga sér stað.

Fréttir af þessu

Skjálftavirkni og vísbending um kvikusöfnun (mbl.is)