Eldgos hafið nærri Hagafelli (Uppfærsla fyrir Grindavík þann 18. Desember 2023 klukkan 23:37)

Upplýsingar hérna verða úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Jarðskjálftahrina hófst klukkan 21:05 í kvikuinnskotinu sem myndaðist þann 10. Nóvember. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og tengist því þegar eldgosasprungan er að lengjast suður í áttina að Grindavík. Eldgosið hófst klukkan 22:17. Það er mikið af hættulegu eldfjallagasi í þessu eldgosi. Þetta er ekki eldgos sem er ferðamannavænt og fólk ætti alls ekki að fara að eldgosinu.

Mikið af rauðum punktum og græn stjarna sem sýnir stærsta jarðskjálftann sem var fyrr í kvöld.
Jarðskjálftavirknin við kvikuganginn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar í nýrri grein seinna í kvöld eða á morgun.

Jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (18. Desember 2023) varð jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4 klukkan 08:06 og fannst í Húsavík, Akureyri og Grímsey samkvæmt fréttum. Aðrir jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.

Græn stjarna suður-austur af Grímsey ásamt minni punktum sem sýnir jarðskjálftavirknina þar.
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur er mjög algengar á þessu svæði og stórir jarðskjálftar verða þarna mjög reglulega. Þessari jarðskjálftavirkni virðist vera lokið.