Jarðskjálftahrina úti á Reykjaneshrygg

Í dag (9. Desember 2023) milli klukkan 05:55 til 06:44 varð jarðskjálftahrina langt úti á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina er talsvert frá ströndinni og því mældust minni jarðskjálftar ekki á jarðskjálftamæla Veðurstofunnar. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,8.

Græn stjarna langt úti í sjó á Reykjaneshrygg. Auk þess sem er það eru nokkrir gulir punktar þarna djúpt í sjó á þessu korti frá Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg sem er úti í sjó. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þetta sé eldstöðin Eldeyjarboði eða önnur ónefnd eldstöð sem er þarna. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey

Í dag (9. Desember 2023) klukkan 11:09 til 12:19 varð jarðskjálftahrina austan af Grímsey. Þetta var lítil jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0.

Græn stjarna og rauðir punktar austur af Grímsey úti í sjó.
Jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verða oft jarðskjálftahrinur á þessu svæði á Tjörnesbrotabeltinu. Stórar jarðskjálftahrinur verða þarna á nokkura ára fresti. Tíminn á milli svona stórra jarðskjálftahrina er misjafn. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að það sé tilfellið núna.