Í dag (26. Febrúar 2024) klukkan 18:27 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4. Þessi jarðskjálfti fannst á nokkuð stóru svæði en ég er ekki viss um á hversu stóru svæði þessi jarðskjálfti fannst.
Jarðskjálftavirknin í Krýsuvíkur eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist þenslunni sem er að eiga sér stað núna í eldstöðinni Svartsengi. Þar sem sú þensla breytir spennustiginu í jarðskorpunni á stóru svæði. Það er hætta á frekari jarðskjálftum á þessu svæði.
Ég hef lítið verið að skrifa vegna þess að ég þurfti að taka mér smá frí frá skrifum. Þar sem þessi tíðu eldgos eru að valda talsvert miklu álagi hjá mér.
Samkvæmt Veðurstofunni, þá er hætta á nýju eldgosi við Sundhnúkagíga og nágrenni í næstu viku og þetta er í samræmi við það sem ég hef verið að sjá á GPS gögnum síðasta sólarhring. Eldgos getur þó orðið fyrr eða síðar en það sem er talið núna, en það er ekki nein leið til þess að vera viss hvað gerist næst í þessari virkni. Þenslan er kominn í sömu stöðu fyrir eldgosið þann 8. Febrúar. Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í eldstöðinni Svartsengi. Það er hætta á því að næsta eldgos verði nærri Grindavík og ekki í Sundhnúkagígum eins og eldgosið sem varð þann 8. Febrúar 2024.
Eins og þetta er núna. Þá eru líkur á því að það verði eldgos í Sundhnúagígnum eða nágrenni þeirra á þrjátíudaga fresti þangað til að eitthvað breytist í Svartsengi. Hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um. Það er hætta á því að eldgos á þrjátíu daga fresti muni vara í mjög langan tíma, jafnvel mörg ár.
Þetta er stutt grein um stöðu mála í eldgosinu við Sundhnúksgíga þann 8. Febrúar 2024 klukkan 23:29.
Fjögurra tíma GPS gögn virðast sýna það að þensla er nú þegar hafin í eldstöðinni Svartsengi. Það virðist sem að þessi þensla hafi byrjað um leið og það fór að draga úr eldgosinu um klukkan 13:00 í dag.
Eldgosið skemmdi heitavatnslögn frá Svartsengi. Það olli því að um 26.000 manns misstu heita vatnið. Það voru einnig einhverjar skemmdir á innviðum rafmagns á svæðinu en það voru minniháttar skemmdir og rafmagn er aftur komið á þessar rafmagnslínur. Staðan með kalda vatnið er óljós en þar er einnig hætta á skemmdum.
Þetta eldgos var stærra miðað við eldgosin 18. Desember 2023 og síðan eldgosið þann 14. Janúar 2024.
Það myndaðist lítið öskuský í dag og samkvæmt sérfræðingum sem komu fram í fréttum eða fjölmiðlum í dag. Þá dró svo snögglega úr eldgosinu að hrun varð úr börmum gossprungunnar og það kveikt í jarðvegi. Síðan fór grunnvatn af stað í gossprunguna sem myndaði mikið gufuský, ásamt öskuskýinu sem hafði myndast skömmu áður. Ég veit ekki hvort að gufuskýið sé hætt, þar sem það er myrkur og ég sé það ekki vegna þess. Þó er það líklegt að þetta sé hætt.
Eldgosið er í tveimur gígnum þegar þessi grein er skrifuð.
Það er búist við því, miðað við það hvernig hefur verið að draga úr eldgosinu að þessu eldgosi ljúki á morgun, 9. Febrúar en ekki seinna en 10. Febrúar.
Næsta eldgos í Svartsengi verður milli 6. Mars til 18. Mars ef núverandi munstur helst í eldstöðinni Svartsengi. Það er þó ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í eldstöðinni Svartsengi.
Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og ég get.
Í morgun klukkan 06:02, þann 8. Febrúar 2024. Þá hófst eldgos við Sundhnúkagíga. Þetta er mjög nálægt því svæði þar sem eldgos varð þann 18. Desember 2023. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er gossprungan um 3 km löng, miðað við það sem sést á vefmyndavélum.
Þetta eldgos er á hentugum stað, það er á svæði sem er ekkert rosalega nálægt innviðum eða Grindavík eins og þetta er núna. Það gæti breyst ef gossprungan lengist til suðurs. Þetta eldgos hófst með mjög litlum fyrirvara samkvæmt Rúv eða réttum 30 mínútum frá því að jarðskjálftahrinan hófst og þangað til að eldgos hófst. Í eldgosinu þann 18. Desember 2023, þá tók þetta um 60 mínútur.
Eldgosið eins og það sást á vefmyndavél Rúv, Þorbjörn – 2 klukkan 07:44 í morgun. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv ohf.Jarðskjálftavirknin eftir öllum sigdalnum og kvikuganginum. Þetta nær alveg niður til Grindavíkur. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga síðustu 48 klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Ég mun skrifa nýja grein síðar í dag þegar ég hef meiri upplýsingar um stöðu mála og hvað er að gerast.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.