Aðfaranótt 4. Nóvember 2024 varð lítið kvikuinnskot í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Þetta átti sér stað milli klukkan 02:30 til rúmlega klukkan 03:00. Það komu fram í kringum 20 til 25 jarðskjálftar í þessu kvikuinnskoti sem lauk eins hratt og það hófst.
Það er áframhaldandi hætta á frekari kvikuinnskotum á þessu svæði. Stærri kvikuinnskot geta varað í nokkra klukkutíma, þó svo að þau gjósi ekki. Það verður miklu meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði ef slíkt kvikuinnskot fer af stað á þessu svæði.