Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hamarinn

Í dag (19. Desember 2024) klukkan 12:18 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Hamarinn. Það komu einnig nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið, það voru einnig nokkrir minni jarðskjálftar á undan stærsta jarðskjálftanum.

Græn stjarna í vestanverðum Vatnajökli, rétt sunnan við eldstöðina Bárðarbunga. Þetta er í eldstöðinni Hamarinn. Punktar sýna minni jarðskjálfta í nágrenninu.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamarinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast þegar svona jarðskjálftavirkni fór af stað í eldstöðinni Hamarinn. Þá varð þar eldgos nokkrum mánuðum seinna sem varði í 6 til 8 klukkutíma. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvort að það mun gerast í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það er alltaf möguleiki á því að það muni draga aftur úr þessari jarðskjálftavirkni. Ef að jarðskjálftavirknin eykst á ný eldstöðinni Hamarinn, þá aukast líkunar á eldgosi þarna en hvort að það gerist er hinsvegar ekki hægt að segja til um.

Stærsti jarðskjálfti í eldstöðinni Ljósufjöllum síðan mælingar hófust

Í gær (18. Desember 2024) klukkan 22:50 varð stærsti jarðskjálfti í eldstöðinni Ljósufjöll síðan nútímamælingar hófust á Íslandi. Þessi jarðskjálfti fannst í Borgarnesi, Akrarnesi og síðan í öðrum bæjum á þessu sama svæði. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,2 og dýpið var 18 km. Ástæða þessar jarðskjálftavirkni er innskotavirkni kviku á þessu svæði á þessu dýpi.

Græn stjarna og síðan bláir og appelsínugulir punktar sem sýna minni jarðskjálfta á þessu sama svæði.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Ljósufjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og staðan er núna. Þá er mjög ólíklegt að það verði eldgos í eldstöðinni Ljósufjöllum. Á síðustu mánuðum, þá hefur dýpi jarðskjálfta á þessu svæði ekki breyst mjög mikið og það er núna frá 15 til 25 km. Jarðskorpan á þessu svæði er einnig þykkari og þéttari heldur en á öðrum svæðum á Íslandi. Því þarf meiri kviku til þess að brjótast upp á yfirborðið. Þegar þessi grein er skrifuð, þá hefur þessi breyting ekki orðið síðan jarðskjálftavirkni hófst á þessu svæði. Því meiri kvika sem kemur þarna inn mun auka jarðskjálftavirknina á þessu svæði. Eftir því sem meiri kvika kemur þarna inn í jarðskorpuna, þá mun það auka jarðskjálftavirknina á þessu svæði. Eins og þetta er núna, þá virðist sem að það magn kviku sem hefur komið inn í jarðskorpuna þarna vera mjög lítið og þetta magn er ekki fært um að brjóta sér leið upp á yfirborðið.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hofsjökli

Það varð jarðskjálftahrina í einni af stærstu eldstöðvum á Íslandi núna í kvöld þann 13. Desember 2024. Það er eldstöðin Hofsjökull. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 og á 8,8 km dýpi. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hafa verið minni að stærð.

Græn stjarna í vestari hluta öskju Hofsjökuls og síðan eru þrír jarðskjálftar í norðari hluta eldstöðvarinnar. Tveir jarðskjálftar eru merktir með bláum punktum og síðan einn með gulum punkti.
Jarðskjálftahrinan í Hofsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið í bili. Það er þannig með jarðskjálftahrinur í Hofsjökli að þær stöðvast stundum en hefast síðan aftur á sama stað klukkutímum eða jafnvel nokkrum dögum seinna. Ég veit ekki hvort að það muni gerast núna.

Jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 í Bárðarbungu

Nóttina þann 8. Desember 2024 klukkan 01:49 varð jarðskjálfti í Bárðarbungu með stærðina Mw5.2. Þessi jarðskjálftavirkni tengist þenslu í eldstöðinni Bárðarbungu sem heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið 2014 til 2015.

Græn stjarna í öskju Bárðarbungu þar sem stærsti jarðskjálftinn átti sér stað. Þarna er einnig mikið af minni jarðskjálftum sem eru sýndir sem punktar.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það var einnig mikið um litla jarðskjálfta í öskju Bárðarbungu, bæði fyrir og eftir stóra jarðsjálftann. Þetta er ekki óvenjulegt en það er óvenju mikið af jarðskjálftum núna. Afhverju þetta gerðist er óljóst. Þessi jarðskjálftavirkni er áframhaldandi jarðskjálftavirkni sem mun halda áfram næstu 30 til 90 árin í það lengsta. Það veltur á því hvernig hlutir þróast í Bárðarbungu.