Lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum

Í dag (24. Janúar 2025) klukkan 06:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0. Þessi jarðskjálftavirkni virðist ekki tengjast kvikuhreyfingum á svæðinu. Þessi jarðskjálftahrina virðist frekar tengjast spennubreytingum á svæðinu sem hugsanlega tengjast þenslu í eldstöðinni Svartsengi.

Græn stjarna í Brennisteinsfjöllum sem eru austar á Reykjanesskaga, austan við Kleifarvatn. Þarna eru einnig minni punktar á sama stað sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftinn í Brennisteinsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hætta á stærri jarðskjálfta á sama svæði. Eins og er, þá er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni tengist kvikuhreyfingum.

Jarðskjálftahrina nærri fjallinu Keili í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (18. Janúar 2025) klukkan 13:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 nærri Keili í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst samkvæmt fréttum. Þessi jarðskjálfti kom einnig af stað lítilli jarðskjálftahrinu á sama svæði.

Græn stjarna austan við Keili en vestan við Kleifarvatn. Einnig eru á sama svæði appelsínugulir punktar sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftahrinan við Keili. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni tengist ekki kvikuhreyfingum á þessu svæði. Þar sem þetta virðast vera spennulosunar jarðskjálftar vegna þenslunnar í eldstöðinni Svartsengi. Það er hætta á fleiri jarðskjálftum á þessu sama svæði næstu daga eða þangað til að nýtt eldgos hefst í eldstöðinni Svartsengi í Sundhnúkagígaröðinni.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Ljósufjöllum

Í gær (16. Janúar 2025) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Ljósufjöllum. Þarna hafa verið reglulegar jarðskjálftahrinu frá árinu 2020 eða 2021. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,2.

Græn stjarna sýnir stærsta jarðskjálftann í eldstöðinni Ljósufjöllum og síðan punktar sem sýna minni jarðskjálftana. Þetta er á vestanverðu landinu, í fjöllum og afskekkt.
Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Ljósufjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina raðaði sér upp á misgengi sem eru þarna á svæðinu. Það er ný þróun á þessu svæði miðað við fyrri jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Dýpi jarðskjálftana hefur einnig verið að minnka og er núna komið í 14 km. Dýpið var í 17 til 23 km fyrir nokkru síðan. Miðað við jarðskjálftana, þá er magn kvikunnar mjög lítið og það þýðir að eldgos er ólíklegt. Kvikan festist frekar í jarðskorpunni og kólnar þar. Hinsvegar ef magn kvikunnar eykst, þá aukast líkunar á eldgosi á þessu svæði. Þetta gæti hinsvegar tekið mörg ár ef ekki áratugi þangað til að eitthvað gerist eins og þetta er núna. Hröð breyting á stöðu mála virðist vera ólíkleg þegar þessi grein er skrifuð.

Kvikuinnskot í eldstöðinni Bárðarbungu

Í dag (14. Janúar 2025) um klukkan 06:00 þá hófst kvikuinnskot í eldstöðinni Bárðarbungu. Kvikuinnskotið var í gangi fram til klukkan 09:00 þegar draga fór úr því. Þessu gæti samt ekki verið lokið ennþá, þó svo að dregið hafi úr virkninni þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw5,2 (USGS, EMSC). Það hafa orðið meira en tugur jarðskjálfta sem eru með stærðina milli Mw3,0 til Mw5,0 í þessari jarðskjálftahrinu.

Röð af grænum stjörnum í öskju Bárðarbungu. Einnig sem það eru nokkrir jarðskjálftar í eldstöðinni Grímsfjalli sem er ótengd jarðskjálftavirkni og því sem er að gerast í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Megin jarðskjálftavirknin var í vestari hluta öskju Bárðarbungu. Samkvæmt sérfræðingum þá líkist þetta upphafi eldgossins í Gjálp árið 1996. Þá hófst jarðskjálftavirknin svipað og gerðist núna, síðan dró úr henni áður en virknin jókst á ný og eldgos hófst. Það er óljóst hvert kvikugangurinn gæti farið en líklega í suður-vestur, það er í áttina að Torfajökli og Kötlu. Ef það gerist, þá er möguleiki á því að kvikugangurinn komi af stað virkni í þeim eldstöðvum og eldgosum ef hann nær í þær eldstöðvar.

Ég mun skrifa um stöðuna í Bárðarbungu eftir því sem þörf verður á því.