Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Ljósufjöllum

Í gær (16. Janúar 2025) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Ljósufjöllum. Þarna hafa verið reglulegar jarðskjálftahrinu frá árinu 2020 eða 2021. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,2.

Græn stjarna sýnir stærsta jarðskjálftann í eldstöðinni Ljósufjöllum og síðan punktar sem sýna minni jarðskjálftana. Þetta er á vestanverðu landinu, í fjöllum og afskekkt.
Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Ljósufjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina raðaði sér upp á misgengi sem eru þarna á svæðinu. Það er ný þróun á þessu svæði miðað við fyrri jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Dýpi jarðskjálftana hefur einnig verið að minnka og er núna komið í 14 km. Dýpið var í 17 til 23 km fyrir nokkru síðan. Miðað við jarðskjálftana, þá er magn kvikunnar mjög lítið og það þýðir að eldgos er ólíklegt. Kvikan festist frekar í jarðskorpunni og kólnar þar. Hinsvegar ef magn kvikunnar eykst, þá aukast líkunar á eldgosi á þessu svæði. Þetta gæti hinsvegar tekið mörg ár ef ekki áratugi þangað til að eitthvað gerist eins og þetta er núna. Hröð breyting á stöðu mála virðist vera ólíkleg þegar þessi grein er skrifuð.