Í dag (19. Desember 2024) klukkan 12:18 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Hamarinn. Það komu einnig nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið, það voru einnig nokkrir minni jarðskjálftar á undan stærsta jarðskjálftanum.
Síðast þegar svona jarðskjálftavirkni fór af stað í eldstöðinni Hamarinn. Þá varð þar eldgos nokkrum mánuðum seinna sem varði í 6 til 8 klukkutíma. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvort að það mun gerast í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það er alltaf möguleiki á því að það muni draga aftur úr þessari jarðskjálftavirkni. Ef að jarðskjálftavirknin eykst á ný eldstöðinni Hamarinn, þá aukast líkunar á eldgosi þarna en hvort að það gerist er hinsvegar ekki hægt að segja til um.