Nóttina þann 8. Desember 2024 klukkan 01:49 varð jarðskjálfti í Bárðarbungu með stærðina Mw5.2. Þessi jarðskjálftavirkni tengist þenslu í eldstöðinni Bárðarbungu sem heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið 2014 til 2015.
Það var einnig mikið um litla jarðskjálfta í öskju Bárðarbungu, bæði fyrir og eftir stóra jarðsjálftann. Þetta er ekki óvenjulegt en það er óvenju mikið af jarðskjálftum núna. Afhverju þetta gerðist er óljóst. Þessi jarðskjálftavirkni er áframhaldandi jarðskjálftavirkni sem mun halda áfram næstu 30 til 90 árin í það lengsta. Það veltur á því hvernig hlutir þróast í Bárðarbungu.