Stærsti jarðskjálfti í eldstöðinni Ljósufjöllum síðan mælingar hófust

Í gær (18. Desember 2024) klukkan 22:50 varð stærsti jarðskjálfti í eldstöðinni Ljósufjöll síðan nútímamælingar hófust á Íslandi. Þessi jarðskjálfti fannst í Borgarnesi, Akrarnesi og síðan í öðrum bæjum á þessu sama svæði. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,2 og dýpið var 18 km. Ástæða þessar jarðskjálftavirkni er innskotavirkni kviku á þessu svæði á þessu dýpi.

Græn stjarna og síðan bláir og appelsínugulir punktar sem sýna minni jarðskjálfta á þessu sama svæði.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Ljósufjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og staðan er núna. Þá er mjög ólíklegt að það verði eldgos í eldstöðinni Ljósufjöllum. Á síðustu mánuðum, þá hefur dýpi jarðskjálfta á þessu svæði ekki breyst mjög mikið og það er núna frá 15 til 25 km. Jarðskorpan á þessu svæði er einnig þykkari og þéttari heldur en á öðrum svæðum á Íslandi. Því þarf meiri kviku til þess að brjótast upp á yfirborðið. Þegar þessi grein er skrifuð, þá hefur þessi breyting ekki orðið síðan jarðskjálftavirkni hófst á þessu svæði. Því meiri kvika sem kemur þarna inn mun auka jarðskjálftavirknina á þessu svæði. Eftir því sem meiri kvika kemur þarna inn í jarðskorpuna, þá mun það auka jarðskjálftavirknina á þessu svæði. Eins og þetta er núna, þá virðist sem að það magn kviku sem hefur komið inn í jarðskorpuna þarna vera mjög lítið og þetta magn er ekki fært um að brjóta sér leið upp á yfirborðið.